Færsluflokkur: Dægurmál
18.6.2008 | 01:15
bræði er sko ekki við hæfi
- http://firstscience.tv/sc/view/jailed-polar-bear-5return-to-the-wild5-60.html -
Gremja. Heimska. Fáfræði. Þetta eru bara nokkur af mörgum orðum sem tengja má við þetta mál sem ÁÐUR hefur komið í umræðuna hér á þessu landi og það með skuggalega stuttu millibili. Menn eru alltaf í einhverjum afsökunarleik að afsaka sínar gjörðir. AFSAKANIR ERU VIÐURKENNINGAR Á MISTÖKUM. Þetta eru engin geimvísindi gott fólk, þetta er ekkert flókið. EKKI DREPA DÝR Í ÚTRÝMINGARHÆTTU. Hvað myndi fólk segja sem er fyrst til að verja gjörðir fáfróðra dreifbýlismanna og stjórnvalda vor blessaða lands, ef að ég myndi flytja hér til lands bengal tígrisdýr og drepa það í beinni, bara vegna þess eins að ÉG TELDI að af því stafaði nokkur ógn. Þetta er ekki okkar val gott fólk, allir hafa rétt á því að lifa hvort sem að það setur okkur í hættu í einhvern ákveðinn tíma eða ekki. Ég myndi ekki reyna að verja gjörðir lögregluembættis og stjórnvalda þó mér yrðir borgað fyrir það því það ER EKKI HÆGT, hvernig eigum við að gera það? þegar sama mál hefur komið upp áður og var gagnrýnt harkalega ekki bara af hérlendum fréttamiðlum eða landsmönnum heldur af allri evrópu og ef ég er ekki að tala með ra**gatinu (afsakið orðbragðið) ALLRI HEIMSBYGGÐINNI. Hvenær ætlum við að taka puttana úr skottlokinu og taka okkur saman í andlitinu og hætta að lifa í þeirri hugsjón að við séum bara einhver lítil eyja í ballarhafi og getum gert það sem okkur sýnist án þess að nokkur segi eða geri nokkuð? ÉG persónulega er hneykslaður á lífsreglum og hugsjónum fólks sem reynir að verja þessar gjörðir að drepa þessi dýr, (ÞÓ ÞAU TELJIST HÆTTULEG) því að það er ekkert sem að afsakar það! og einsog ég sagði hér fyrr í þessari færslu að þá eru afsakanir viðurkenningar á mistökum!
Ísbjörninn að Hrauni dauður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)