bræði er sko ekki við hæfi

- http://firstscience.tv/sc/view/jailed-polar-bear-5return-to-the-wild5-60.html -
Gremja. Heimska. Fáfræði. Þetta eru bara nokkur af mörgum orðum sem tengja má við þetta mál sem ÁÐUR hefur komið í umræðuna hér á þessu landi og það með skuggalega stuttu millibili. Menn eru alltaf í einhverjum afsökunarleik að afsaka sínar gjörðir. AFSAKANIR ERU VIÐURKENNINGAR Á MISTÖKUM. Þetta eru engin geimvísindi gott fólk, þetta er ekkert flókið. EKKI DREPA DÝR Í ÚTRÝMINGARHÆTTU. Hvað myndi fólk segja sem er fyrst til að verja gjörðir fáfróðra dreifbýlismanna og stjórnvalda vor blessaða lands, ef að ég myndi flytja hér til lands bengal tígrisdýr og drepa það í beinni, bara vegna þess eins að ÉG TELDI að af því stafaði nokkur ógn. Þetta er ekki okkar val gott fólk, allir hafa rétt á því að lifa hvort sem að það setur okkur í hættu í einhvern ákveðinn tíma eða ekki. Ég myndi ekki reyna að verja gjörðir lögregluembættis og stjórnvalda þó mér yrðir borgað fyrir það því það ER EKKI HÆGT, hvernig eigum við að gera það? þegar sama mál hefur komið upp áður og var gagnrýnt harkalega ekki bara af hérlendum fréttamiðlum eða landsmönnum heldur af allri evrópu og ef ég er ekki að tala með ra**gatinu (afsakið orðbragðið) ALLRI HEIMSBYGGÐINNI. Hvenær ætlum við að taka puttana úr skottlokinu og taka okkur saman í andlitinu og hætta að lifa í þeirri hugsjón að við séum bara einhver lítil eyja í ballarhafi og getum gert það sem okkur sýnist án þess að nokkur segi eða geri nokkuð? ÉG persónulega er hneykslaður á lífsreglum og hugsjónum fólks sem reynir að verja þessar gjörðir að drepa þessi dýr, (ÞÓ ÞAU TELJIST HÆTTULEG) því að það er ekkert sem að afsakar það! og einsog ég sagði hér fyrr í þessari færslu að þá eru afsakanir viðurkenningar á mistökum!


mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 identicon

Jeh. Nuff said

Sindri (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 01:32

2 Smámynd: Smári Valgeirsson

rólegur á að snúa útaf málefninu félagi, ég get farið í guðfræðilegar umræður við þig ef það er það eina sem þú getur verið málefnalegur í. í fyrsta lagi tók ég absúrt asnalegt dæmi útúr samhengi bara til þess eins að fólk átti sig á hvað það er HEIMSKULEGT að drepa dýr í útrýmingarhættu og ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þú varst ekki á staðnum þannig að þú veist væntanlega lítið meira en ég um það hvað nákvæmlega fór fram en ég held að þú hafir lært það að tala með rassgatinu þarna útá landi vinur því það er lítið hægt að taka mark á því sem þú segir. ég veit það alveg jafn vel og þú að ástæðan fyrir því að ísbirnir eru í útrýmingarhættu er bráð hlýnun jarðar en það er ekkert að auka líkurnar fyrir þá að halda velli meðan við erum að skjóta þá í tonnatali hérna á ÍSLANDI. og jájá má vel vera sammála þér í því að tryggja öryggi fólksins en í guðanna bænum líttu á stærri myndina og taktu puttann úr rassgatinu og gerðu eitthvað annað en að rengja fólk sem hefur eitthvað almennilegt til málanna að leggja.

Smári Valgeirsson, 18.6.2008 kl. 01:46

3 identicon

Held að fólk á Íslandi þurfi að kynna sér aðeins betur hvítabirni og hvaða dýr þetta eru.

Stærsti hvítabjörn sem mældur hefur verið vó 1002 kg, þeir geta synt tæplega 2 kílómetra í einni lotu, þeir hlaupa á allt að 60 kílómetra hraða, þeir hafa 42 beittar tennur. Þeir drepa seli með því að býta í hausinn á þeim þangað til höfuðkúpann splundastr.

Og já það er vitað til að hvítabirnir hafi drepið fleiri tugi manns á seinustu hundrað árum satt að segja þá drepur hvítabjörn mann að meðaltali þriðja hvert ár, ég held ef við ætlum að fara að leyfa þessum "sætu litlu saklausu" dýrum að lifa á íslandi þá muni það verða nær eitt mannsdráp á ári.

Svo er einn stór formsgalli á því að leyfa að hvítabirni að lifa á íslandi en það er bara ekki nógu kalt fyrir hann hérna hjá okkur en hann vill helst ekki fara í meiri hita en 10° á celsius.

Ef menn vilja vera svona miklir dýrafriðunnar sinnar og bjarga hvítabirni frá útrýmingu þá eigi þeir að byrja annars staðar eins og t.d. á Grænlandi en þar eru þeir enn veiddir til tómstunda iðju og það er það sama í Kanada en þar eru um 500 dýr felld á ári í Nunavut og önnur 100 í Inuvialuit en þeir eiga metið en Grænlendingar láta sér nægja 150 svo er einnig leyfinlegt að skjóta hvítabirni í Chukotka í Rússlandi ef þeir fara of nálægt byggð.

Og ef einhver millinn vill bjarga birni þá getur hann gert það með að kaupa sér veiðileyfi á eitt þessara dýra og nýta það ekki þá er hann búinn að bjarga einu dýri, veiðileyfið kostar bara 20.000 til 35.000 can dollara eða tæpar 2 millur til tæpar 3 millur.

Mæli með að fólk lesi sig aðeins um þessi dýr áður en það byrjað að skrifa svona vitleysu eins og fólk hefur verið að skrifa. Nóg að slá inn white bear í google og þá koma upp margar síður um hvítabirni.

En svona að lokum....
Ísbirnir eru hættilegir !
Ísbirnir geta ekki lifað á íslandi!
Að drepa tvö er smáræði miðað hvað það eru mörg drepinn í heiminum!
Það er ódýrara að skjóta dýr sem kemur til íslands og kaupa eitt veiðileyfi í canada og nýta það ekki en að reyna að bjarga því dýri sem kom til íslands!

Ingvar (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 03:25

4 identicon

Tek undir með Ingvari sem bendir á hvernig málin eru í raun og veru.

Smári, er þér illa við landsbyggðarfólk? Hrokinn skín svoleiðis af þér og eina sem þér virðist liggja á hjarta er útrýmingarhættan á dýrinu.(Túlka það sem hroka, ætla ekki að fullyrða að dáðadrengur eins og þú sjálfur sér í raun hrokafullur)

Íslendingar eru ekki að skjóta dýrið sér til skemmtunar heldur til að forðast mannfall og það er ekkert óeðlilegt við það. 

Það var reynt að bjarga þessu dýri og menn voru að reyna að læra af mistökum sínum fyrir stuttu.
Get alveg lofað þér því að ef Ísbjörn kæmi á land í Gufunesi og yrði ekki drepinn með því sama að þá yrði allt vitlaust í Reykjavík og fólk mundi missa sig ef dýrið yrði ekki fjarlægt samdægurs.

Þetta er alltaf svo mikil einföldun í friðarsinnum að það hálfa er nóg.  

Júlíus (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 06:47

5 identicon

Þeir sem vilja sjá hversu góðir og miklir bangsar ísbirnir eru geta kíkt hér: http://www.hondahookup.com/forums/showthread.php?t=117389

Gunnar (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband